Kærleiksvika í Mosfellsbæ 14.-21. febrúar

3 02 2010

Kæru vinir

Það verður kærleiksvika í Mos 14.-21 feb. næstkomandi.
Ég bauðst til að hafa hópheilun á sunnudeginum þegar vikan okkar endar.
En vikan byrjar 14.feb sunnud kl 15 með hópknúsi á torginu okkar og svo tónleikar inni í Kjarna. Þar verður vonandi frumflutt Kærleikslag, sem er verið að semja við textann eftir frænku mína,  sem ég las í Skálholti .

Það á að reyna að setja heimsmet í hópknúsi svo þið komið með í það ekki satt?

Þið eruð velkomin að taka þátt í heiluninni sem verður kl. 16:00 sunnudaginn 21.feb. í Lágafellsskóla.

Nánari upplýsinagr eru á heimasíðu Mosfellsbæjar:  www.mos.is

Kær kveðja,
Vigdís

Auglýsingar

Aðgerðir

Information
%d bloggurum líkar þetta: