Kærleiksdagar

Kærleiksdagar eru  nærandi samvera fyrir líkama og sál.

Kærleiksdagar hófust á Narfastöðum árið 1997.  Þeir voru stofnaðir af 5 manna hóp sem rak andlega miðstöð á Akureyri sem hét Blikið. Vigdís var ein af stofnendum og hefur séð um Kærleiksdaga síðan 2001.

Kærleiksdagar eru haldnir á Sólheimum að vori, Núpi að sumri,  hausti á Narfastöðum og vetri að Skálholti.

Kærleiksdagar eru yfirleitt helgardvöl nema á Núpi þar sem dvölin er  tvær vikur. Boðið er upp á einkatíma í ýmsum  heildrænum meðferðum s.s. nuddi, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, Bowen, heilun, miðlun og dáleiðslu. Einnig er hópheilun, fyrirlestrar og fleira.

Markmið Kærleiksdaga

 • Auka kærleiksrík samskipti manna í milli.
 • Kynnast öðrum meðferðarformum og vinna með sjálfan sig.
 • Kynna og veita margvísleg meðferðarform.
 • Eiga heilandi og fræðandi samveru í vímuefnalausu umhverfi.

Siðareglur Kærleiksdaga

Óskað er eftir að þeir sem veita meðferðir á kærleiksdögum vinni  samkvæmt eftirfarandi:

 1. Meðferðaraðili skal koma fram við skjólstæðinga sína af virðingu og nærgætni, mismuna þeim ekki vegna kynþátta, litarháttar, trúarbragða, þjóðernis, aldurs, kyns né kynhneigðar.
 2. Meðferðaraðili skal gæta þess að særa ekki blygðunarkennd skjólstæðings.
 3. Kynferðisleg áreitni verður ekki liðin.
 4. Komi eitthvað slíkt upp getur viðkomandi leitað til umsjónarmanns kærleiksdaga.
 5. Meðferðaraðilar eru persónulega ábyrgir gjörða sinna. Þeim ber að halda fullan trúnað við skjólstæðinga sína.
 6. Gjaldtöku vegna meðferða skal stillt í hóf.
 7. Kærleiksdagar og áfengi  eða önnur fíkniefni fara ekki saman.

Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar gefur Vigdís í síma 462 5614 eða 863 5614
Netfang: vigdisstein@hotmail.com

Auglýsingar%d bloggurum líkar þetta: